Jafnvel leitað til dómstóla vegna úrskurðar ráðherra

Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir mynd/Hafþór Hreiðarsson

Stjórn Samorku skorar á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína um sameiginlegt umhverfismat vegna virkjana, háspennulína og álvers á Norðausturlandi, líkt og úrskurður umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, kveður á um. Náist ekki ásættanleg niðurstaða í þeim efnum telur stjórn Samorku nauðsynlegt, með hliðsjón af alvarleika málsins, að dómstólar verði látnir skera úr um lögmæti úrskurðar ráðherra, vegna framtíðarhagsmuna orkuiðnaðarins.

Fram kemur í ályktun stjórnar Samorku að standi úrskurðurinn óhaggaður, og falli rannsóknarboranir undir hann, muni það hafa verulegar tafir í för með sér við undirbúning verkefna á Norðausturlandi, um sem nemur a.m.k. einu ári, og valda orkufyrirtækjunum og sveitarfélögunum aukakostnaði er nemur hundruðum milljóna króna.

Ályktun stjórnar Samorku í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka