Kröfur ljósmæðra réttar

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Kröf­ur ljós­mæðra eru á rök­um reist­ar, sagði Ásta Möller, formaður heil­brigðis­nefnd­ar Alþing­is, á Alþingi í dag. 

„Það er ekki viðun­andi að hefðbund­in kvenna­störf hjá hinu op­in­bera, sem krefjast langr­ar mennt­un­ar og mik­ill­ar sérþekk­ing­ar, séu met­in til tugþúsunda lægri launa en aðrar fag­stétt­ir, svo ekki sé talað um hefðbundn­ar karla­stétt­ir sem virðast ætíð tróna á toppn­um í laun­um,“sagði Ásta en áréttaði líka að stofn­an­ir og ljós­mæður hefðu axlað sína ábyrgð og barns­haf­andi kon­um væri ekki hætta búin.

Marg­ir þing­menn bæði í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu tóku und­ir kröf­ur ljós­mæðra en Katrín Jak­obs­dótt­ir hóf umræðuna og benti m.a. á að 44% ljós­mæðra fari á eft­ir­laun á næstu 10 árum. Kjör­in eins og þau eru í dag hjálpi ekki til við að stuðla að end­ur­nýj­un í stétt­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert