Lán ríkisins verður 37 milljarðar

Lánið er tekið til að styrkja gjaldeyrisforðann.
Lánið er tekið til að styrkja gjaldeyrisforðann. mbl.is/Ómar

Nýtt gjaldeyrislán sem íslenska ríkið er að taka verður 300 milljónir evra eða um 37 milljarðar króna á núvirði.

Fram kom hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á Alþingi á þriðjudag að lánið yrði að minnsta kosti 250 milljónir evra eða um 30 milljarðar króna en hann segir nú ljóst að 300 milljónir evra verði teknar að láni á mun hagstæðari kjörum en svokallað skuldatryggingarálag á ríkissjóð gefi til kynna.

Geir sagði að þetta væri ánægjuleg niðurstaða, sem sýndi, að þrátt fyrir erfiðleika á alþjóðlegum lánamörkuðum gæti íslenska ríkið nálgast lánsfé á góðum kjörum. Hann vildi ekki upplýsa nánar um kjörin en sagði að um væri að ræða sambankalán.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert