Mikið álag á starfsfólki

Nýfæddir Íslendingar á vöggustofu kvennadeildar Landspítalans.
Nýfæddir Íslendingar á vöggustofu kvennadeildar Landspítalans. mbl.is/Kristinn

Níu börn hafa komið í heim­inn á fæðing­ar­deild Land­spít­al­ans í dag og að sögn vakt­haf­andi lækn­is hafa fæðing­arn­ar gengið vel fyr­ir sig þrátt fyr­ir að það hafi verið mikið álag á starfs­fólki. Tveggja sól­ar­hringa verk­fall ljós­mæðra hófst á miðnætti í nótt.

Sátta­fundi samn­inga­nefnda Ljós­mæðrafé­lags Íslands og fjár­málaráðuneyt­is­ins var slitið í Karp­hús­inu í dag. Guðlaug Ein­ars­dótt­ir, formaður Ljós­mæðrafé­lags­ins, sagði í dag að staðan væri enn stál í stál.

Annað tveggja sól­ar­hringa verk­fall hef­ur verið boðað 11. og 12. sept­em­ber hafi ekki sam­ist fyr­ir þann tíma. 

Verk­fall­inu fylg­ir óhjá­kvæmi­lega óþæg­indi fyr­ir skjól­stæðing­ana, ekki síst þar sem Hreiðrið er lokað, en að sögn lækn­is á LSH hef­ur þó ekki enn komið til þess að kon­ur þurfi að víkja óvenjusnemma úr rúmi til að hleypa öðrum að.

Um 3.000 börn fæðast á Land­spít­al­an­um á hverju ári, sem ger­ir um átta fæðing­ar á dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert