Landsvirkjun undirbýr nú nýja virkjun á hálendinu, Bjallavirkjun, rétt norðan við friðlandið að Fjallabaki. Nýtt lón yrði til með því að stífla Tungná á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps.
Fram kemur að yfirborð lónsins yrði 30 ferkílómetrar og lónið því eitt af stærstu stöðuvötnum Íslands. Í Bjallavirkjun yrðu framleidd árlega um 46 megavött af raforku.