Ný virkjun í undirbúningi

Lands­virkj­un und­ir­býr nú nýja virkj­un á há­lend­inu, Bjalla­virkj­un, rétt norðan við friðlandið að Fjalla­baki. Nýtt lón yrði til með því að stífla Tungná á svæði sem er á nátt­úru­m­inja­skrá. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Sjón­varps.

Fram kem­ur að yf­ir­borð lóns­ins yrði 30 fer­kíló­metr­ar og lónið því eitt af stærstu stöðuvötn­um Íslands. Í Bjalla­virkj­un yrðu fram­leidd ár­lega um 46 mega­vött af raf­orku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert