Óbreytt aðsókn er í flugnámið

Það hafa margir áhuga á að læra flug
Það hafa margir áhuga á að læra flug mbl.is

Kenn­ar­ar í flug­skól­um á höfuðborg­ar­svæðinu finna ekki fyr­ir minnk­andi áhuga á flugnámi, þrátt fyr­ir að á annað hundrað flug­manna hafi fengið upp­sagn­ar­bréf síðustu mánuði.

Að sögn Sig­ur­jóns Þórðar­son­ar hjá Flug­skóla Íslands er aðsókn í flugnám svipuð og síðustu ár. Nýhafið sé bók­legt nám­skeið í at­vinnuflug­manns­námi og eru 28 manns skráðir í það sem að sögn Sig­ur­jóns er í meira lagi. Aðsókn­in í einka­flug­manns­námið hef­ur hins veg­ar staðið í stað síðustu 2-3 árin en áhrifa af fjölda­upp­sögn­um flug­manna gæti gætt síðar.

Sig­ur­jón seg­ist ekki hafa orðið var við ugg í nem­end­um vegna ástands­ins. Æ fleiri séu farn­ir að ráða sig til flug­fé­laga í Evr­ópu frek­ar en að bíða eft­ir starfi hjá Icelanda­ir.

Að sögn Helga Jóns­son­ar, hjá Flug­skóla Helga Jóns­son­ar, hef­ur ekki enn dregið úr aðsókn en að öll­um lík­ind­um mun koma að því sök­um sam­drátt­ar í öllu þjóðfé­lag­inu. Ljóst sé að nú­ver­andi nem­end­ur muni halda áfram námi þar sem það er afar kostnaðarsamt og því dýrt að hætta við.

Ann­ar þeirra, sem vildi ekki koma fram und­ir nafni, sagði afar erfitt að fá svona frétt­ir. Hann væri þó bjart­sýnn á að ástandið myndi batna og flug­menn­irn­ir yrðu end­ur­ráðnir áður en upp­sagn­irn­ar tækju gildi 1. des­em­ber nk. Hann sagðist vera skráður í há­skóla­nám sem hann hefði ekki ætlað sér að taka af full­um krafti en það myndi að öll­um lík­ind­um breyt­ast nú.

Að sögn Gauta Sig­urðsson­ar var fleir­um sagt upp en hann bjóst við. Hann seg­ist svart­sýnn á að upp­sagn­irn­ar gangi til baka og nú taki við að leita sér að vinnu er­lend­is. „En það virðist ekki vera um mjög auðugan garð að grejsa þar. Ætli maður endi ekki hér heima í verka­manna­vinnu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka