Raforkuverð hækkar


Raforkukostnaður hjá meðalheimili hefur hækkað um 15% að jafnaði hjá flestum orkuveitumfrá því í upphafi árs 2007, að sögn ASÍ. Mest er hækkunin hjá notendum Rarík sem búsettir eru í dreifbýli, en heildar raforkukostnaður þeirra hefur hækkað um 23% á tímabilinu. Kostnaður hjá heimilum á svæði Rafveitu Reyðarfjarðar hefur hækkað minnst eða um 6%.

ASÍ segir, að  allar orkuveitur hafi hækkað gjaldskrár sínar fyrir raforku í upphafi þessa árs sem olli á bilinu 6-16% hækkun á raforkureikningi meðalheimilis. Nú í júlí og ágúst hafi allar veitur, að Rafveitu Reyðarfjarðar, undanskilinni hækkað gjaldskrár sína að nýju sem enn hækkar raforkureikninginn á bilinu 2-9%.

Heildarkostnaður fyrir dreifingu, flutning og raforku til almennra heimilisnota hjá meðalheimili í þéttbýli, sem notar 4000 kWst. af rafmagni á ári, er hæstur hjá viðskiptavinum Rarik rúmlega   49.200 krónur á  ári. Lægstur er kostnaðurinn hjá Rafveitu Reyðarfjarðar, rúmlega  43.600 krónur á ári. Munurinn er kr. 5.600 á ári eða 12,8%.

Raforkukostnaður heimila í dreifbýli er mun hærri en í þéttbýli. Meðalheimilið í dreifbýli á svæði Orkubús Vestfjarða greiðir tæplega 58.900 krónur á ári fyrir raforku til almennra heimilisnota en á dreifbýlissvæði Rarik er kostnaðurinn tæplega  57.800 krónur á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka