Ljósmæðrafélag Íslands hefur opnað símanúmer, „Rauðu línuna”, sem er stuðningslína fyrir verðandi mæður og fjölskyldur þeirra. Þar fást upplýsingar um hvert verðandi mæður geta leitað og fengið þjónustu á meðan verkfallsaðgerðir ljósmæðra standa yfir.
Númerið er opið allan sólarhringinn þá daga sem barneignarþjónusta í landinu skerðist vegna verkfalla.
Rauða línan opnaði á miðnætti síðustu nótt.
Símanúmerið er: 571 0000