Svæfingahjúkrunarfræðingar og skurðhjúkrunarfræðingar á Landspítalanum í Fossvogi lýsa yfir fullum stuðningi við baráttu ljósmæðra, í yfirlýsingu sem þær hafa sent frá sér.
„Réttlát leiðrétting á launakjörum þar sem menntun er metin að verðleikum er nauðsynleg til að tryggja áfram góða heilbrigðisþjónustu og nýliðun í þeim stéttum sem við hana starfa. Við skorum á stjórnvöld að efna loforð stjórnarsáttmálans um leiðréttingu á kynbundnum launamun."