Styrkirnir: Þetta er eins og að fá fæturna aftur

Pétur Óli Pétursson og Árni Johnsen færðu Ástþóri Skúlasyni vinnuvélarnar.
Pétur Óli Pétursson og Árni Johnsen færðu Ástþóri Skúlasyni vinnuvélarnar. mbl.is/RAX

Það var hamingjusamur bóndi sem tók á móti vinnuvélunum sínum á bryggjunni í Stykkishólmi um miðjan dag í gær. „Þetta er eins og að fá fæturna aftur. Það er miklu fargi af manni létt. Ég átti ekki von á því að þetta myndi fá svona farsælan endi. Nú er bara að fara með þetta beint í flekkinn,“ segir Ástþór Skúlason, bóndi á Rauðasandi, sem er lamaður eftir bílslys.

Ástþór hafði ekki lokið við að heyja þegar hann var sviptur sérútbúnum vinnuvélum sínum í ágúst síðastliðnum vegna vanskila. Við lestur frásagnarinnar í 24 stundum síðastliðinn laugardag af erfiðleikum Ástþórs ákvað Árni Johnsen alþingismaður að safna fé til þess að leysa út landbúnaðarvélarnar og það var hann sjálfur sem afhenti Ástþóri þær í Stykkishólmi í gær ásamt Pétri Óla Péturssyni, eiganda PC grafna.

 Fyrir tilstilli Árna og Péturs Óla og þeirra sem þeir leituðu til safnaðist á aðra milljón króna en áður hafði Ólafur Guðmundsson, forstjóri Mjólku, greitt 1.100 þúsund krónur inn á reikning Ástþórs. „Með þessu samanlögðu hefur vandi Ástþórs núna á haustmánuðum verið leystur,“ segir Árni.

Ástþór Skúlason, bóndi á Rauðasandi
Ástþór Skúlason, bóndi á Rauðasandi mbl.is/Rax
Ástþór Skúlason, bóndi á Rauðasandi
Ástþór Skúlason, bóndi á Rauðasandi mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert