Þungaðar konur mótmæla

Ófrískar konur hafa safnast saman fyrir utan hús ríkissáttasemjara.
Ófrískar konur hafa safnast saman fyrir utan hús ríkissáttasemjara. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Boðaður fundur ljósmæðra og ríkissáttasemjara hófst klukkan tíu í morgun. Hópur þungaðra kvenna kom saman fyrir utan til að knýja á lausn í vinnudeilunni. Konurnar styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni og klöppuðu ákaft er samninganefnd þeirra gekk á fund sáttasemjara.

Eitt barn fæddist á Landspítalanum í nótt eftir að verkfall skall á og gekk fæðingin vel fyrir sig. Fjórar konur eru á fæðingardeildinni núna og von á einhverjum til viðbótar í dag. Að jafnaði fæðast átta börn á dag á spítalanum.

Landspítalinn mun geta veitt konum sem fæða þar alla þá ljósmóður þjónustu sem þær þurfa en verkfallið veldur því að þjónusta sem tengist sængurlegu skerðist.

Rauða línan

Rauða línan, stuðningsnúmer verðandi mæðra og aðstandenda þeirra, er rekin af Ljósmæðrafélagi Íslands. Þar fást upplýsingar um hvert verðandi mæður geta leitað og fengið þjónustu á meðan verkfallsaðgerðir ljósmæðra standa yfir.

Númerið er opið allan sólarhringinn þá daga sem barneignarþjónusta í landinu skerðist vegna verkfalla. 

Símanúmerið er: 571 0000
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert