Verða ekki úrskurðaðir í farbann

Menn gerast svo bífræfnir að senda tugi pakka í einni …
Menn gerast svo bífræfnir að senda tugi pakka í einni atrennu. mbl.is/Júlíus

Lög­regl­an mun ekki fara fram á að þrem­ur út­lend­um mönn­um, sem hafa verið hand­tekn­ir sakaðir um að hafa brot­ist inn í bygg­inga- og raf­tækja­versl­an­ir og stolið þaðan fjölda raf­tækja og verk­færa, verði úr­sk­urðaðir í far­bann. Menn­irn­ir hafa verið yf­ir­heyrðir og hafa játað brot sín.

Lög­regl­an hef­ur lagt hald á mikið magn þýfis sem fannst á heim­ili eins af mönn­un­um. Menn­irn­ir ætluðu að senda þýfið úr landi í póst­send­ing­um.

Lög­regl­an seg­ir að menn­irn­ir, sem eru með lög­heim­ili á Íslandi, séu aðgengi­leg­ir og að ótt­ast ekki að þeir reyni að flýja land.

Rann­sókn er á loka­stigi og í fram­hald­inu verður tek­in ákvörðun hvort gef­in verði út ákæra á hend­ur mönn­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka