Verða ekki úrskurðaðir í farbann

Menn gerast svo bífræfnir að senda tugi pakka í einni …
Menn gerast svo bífræfnir að senda tugi pakka í einni atrennu. mbl.is/Júlíus

Lögreglan mun ekki fara fram á að þremur útlendum mönnum, sem hafa verið handteknir sakaðir um að hafa brotist inn í bygginga- og raftækjaverslanir og stolið þaðan fjölda raftækja og verkfæra, verði úrskurðaðir í farbann. Mennirnir hafa verið yfirheyrðir og hafa játað brot sín.

Lögreglan hefur lagt hald á mikið magn þýfis sem fannst á heimili eins af mönnunum. Mennirnir ætluðu að senda þýfið úr landi í póstsendingum.

Lögreglan segir að mennirnir, sem eru með lögheimili á Íslandi, séu aðgengilegir og að óttast ekki að þeir reyni að flýja land.

Rannsókn er á lokastigi og í framhaldinu verður tekin ákvörðun hvort gefin verði út ákæra á hendur mönnunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka