Átöppun í höfninni

mbl.is/Kristinn

Hafnarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hefur falið hafnarstjóranum, Má Sveinbjörnssyni, að undirrita viðskiptasamning við GlacierWorld ehf. Fyrirtækið hyggst flytja út vatn úr vatnsbóli bæjarins, Kaldárbotnum.

Már segir að samningurinn sé aukasamningur við þann um vatnstökuna. Stefnt sé að því að flytja út 5000 tonn úr höfninni til að byrja með. Fyrirtækið fái aðstöðu á hafnarsvæðinu til að tappa vatninu á til útflutnings, en það verði flutt um vatnspípur þangað. Þannig sparist flutningskostnaðurinn. Unnið sé að undirbúningnum sem taki eitt og hálft til þrjú ár.

Magnús Magnússon verkfræðingur fer fyrir fyrirtækinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Vatn
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert