Beðið eftir nálgunarbanni

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

Óvíst er hvort frumvarp dómsmálaráðherra um nálgunarbann verði að lögum á þessu þingi. Að öðrum kosti þarf að leggja það aftur fram eftir að nýtt þing er sett, 1. október nk.

Allsherjarnefnd hefur frumvarpið til meðferðar en Birgir Ármannsson, formaður, segir ágæta sátt um að vinna að breytingum sem geri nálgunarbannsúrræðið skilvirkara þannig að það nái tilgangi sínum í framkvæmd. Samkvæmt núgildandi lögum taka dómstólar ákvarðanir um nálgunarbann en ferlið hefur sætt gagnrýni fyrir að vera alltof þungt í vöfum, sem getur sett fórnarlömb ofbeldis í mikla hættu.

Birgir segir að nefndin sé að skoða hvort lögreglan eða ákæruvaldið gætu mögulega haft vald til að koma á nálgunarbanni en að sá sem sæti banninu geti farið með það fyrir dómstóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert