Ekki kvennaleiðrétting, heldur barátta fyrir mati menntunar

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Heildarlaun ljósmæðra eru litlu hærri en heildarlaun hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að ljósmæður hafi að baki tveggja ára meistaranám sem þær síðarnefndu hafa ekki. Nemur munurinn aðeins rétt rúmum tveimur prósentum og því ekki að undra að ljósmæður óttist að dragi úr nýliðun í stéttinni. Á næstu tíu árum verður tæpur helmingur þeirra ljósmæðra sem nú eru að störfum farinn á eftirlaun.

Ljósmæður krefjast 25% launaleiðréttingar til samræmis við stéttir í þjónustu ríkisins með sambærilega menntun. Það segja þær réttmæta kröfu í ljósi menntunar og ábyrgðar í starfi.

Mat menntunar grundvallarmál

BHM hefur sent út stuðningsyfirlýsingu við ljósmæður og segir Guðlaug það mikið grundvallarmál í allri baráttu BHM að fá menntun metna til launa. Guðlaug vill ekki leggja mat á hvort nauðsynlegt hafi verið að efna til verkfalls en hún segist halda að e.k. þrýstingur eða aðgerðir hafi verið eina vopnið sem stéttarfélagið átti í þessari kjarabaráttu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert