Baráttufundur á Austurvelli

Fjölmenni var á Austurvelli þar sem konur efna til víðtækrar samstöðu með ljósmæðrum á Austurvelli í hádeginu. Þess var krafist að þegar í stað verði gengið til samninga við ljósmæður. Meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn voru ófrísk kona, níu ára stúlka og langamma.

Bent var á að engin háskólastétt uppfylli jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt eða 6 ára háskólanám nema dýralæknar. Samt séu ljósmæður í 7. neðsta sæti meðal 24 BHM félaga. Fyrsta skyndiverkfalli ljósmæðra lýkur á miðnætti. Annað verkfall skellur á miðnætti næsta miðvikudag verði ekki samið. Helmingur ljósmæðra hefur sagt upp störfum vegna óánægju með kjörin og taka uppsagnirnar gildi um miðjan mánuðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert