Baráttufundur á Austurvelli

00:00
00:00

Fjöl­menni var á Aust­ur­velli þar sem kon­ur efna til víðtækr­ar sam­stöðu með ljós­mæðrum á Aust­ur­velli í há­deg­inu. Þess var kraf­ist að þegar í stað verði gengið til samn­inga við ljós­mæður. Meðal þeirra sem ávörpuðu fund­inn voru ófrísk kona, níu ára stúlka og langamma.

Bent var á að eng­in há­skóla­stétt upp­fylli jafn mikl­ar mennt­un­ar­kröf­ur og ljós­mæður til að geta starfað við fag sitt eða 6 ára há­skóla­nám nema dýra­lækn­ar. Samt séu ljós­mæður í 7. neðsta sæti meðal 24 BHM fé­laga. Fyrsta skyndi­verk­falli ljós­mæðra lýk­ur á miðnætti. Annað verk­fall skell­ur á miðnætti næsta miðviku­dag verði ekki samið. Helm­ing­ur ljós­mæðra hef­ur sagt upp störf­um vegna óánægju með kjör­in og taka upp­sagn­irn­ar gildi um miðjan mánuðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert