Kínverjarnir farnir úr landi

00:00
00:00

Lög­reglu­rann­sókn á man­sali á veit­ingastaðnum Kínamúrn­um er lokið.  Málið hef­ur verið sent ákæru­sviði lög­regl­unn­ar sem tek­ur ákvörðun um fram­haldið. Naustið stend­ur autt  eft­ir að veit­inga­húsið fór á haus­inn og veit­inga­menn­irn­ir eru farn­ir úr landi.

Mat­vís taldi málið hið versta sinn­ar teg­und­ar. Sig­urður Jóns­son starfsmaður Mat­vís seg­ir að sum­ir kín­versk­ir starfs­menn hafi ekki fengið nein laun nema kannski vasa­pen­inga.  Á meðan greiddi staður­inn öll launa­tengd gjöld sem varð til þess að viðvör­un­ar­ljós­in kviknuðu seinna en ella. Launakröf­ur uppá tugi millj­óna hafa verið gerðar í þrota­búið.

Verk­tak­ar nota nú hluta Nausts­ins sem kaffi­stofu en þeir vinna á veg­um eig­end­anna. Sam­kvæmt heim­ild­um frétta­stofu skulduðu kín­versku veit­inga­menn­irn­ir um­tals­verðar fjár­hæðir í leigu.

Naustið hafði al­gera sér­stöðu meðal ís­lenskra veit­inga­húsa vegna gam­alla inn­rétt­inga sem höfðu verið nær óbreytt­ar frá stofn­un en í hana höfðu verið notaðir sögu­leg­ir hlut­ir úr göml­um skip­um eða tengd­ir sjó­mennsku og bás­arn­ir á staðnum hétu eft­ir göml­um Kútter­um. Sjálft var húsið reist 1882 en götu­mynd­in er friðuð.  Fyr­ir rúmu ári var öll­um gömlu inn­rétt­ing­un­um komið fyr­ir í geymslu eða þær lánaðar annað, til að rýma fyr­ir nýj­um kín­versk­um inn­rétt­ing­um. Nú er draum­ur­inn bú­inn.  Halla Boga­dótt­ir kaup­mann seg­ir út­lit húss­ins nú sorg­leg­an vitn­is­b­urð um hvernig Íslend­ing­ar fari með menn­ing­ar­verðmæti. Útlend­ing­ar sem komi í búðina til henn­ar hafi haft orð á því að þetta yrði hvergi látið viðgang­ast ann­ars staðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert