Kreppan kemur fram í fjárlögum

Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands Jim Smart

Eftir mikinn tekjuafgang á ríkissjóði undanfarin ár, eða litla 170 milljarða króna á síðustu fjórum árum, bendir allt til að næsta ár verði rekið með halla. Nægir að nefna spár fjármálaráðuneytisins frá í vor, sem gerðu ráð fyrir að tekjuafkoma ríkissjóðs yrði neikvæð um tæpa 20 milljarða króna á árinu 2009 og um 15 milljarða árið 2010. Komi halli fram á fjárlögunum verður það í fyrsta sinn síðan árið 2001.

Eins og efnahagsástandið hefur verið undanfarið þarf heldur ekki mikinn talnaspeking til að sjá að næsta ár verði ríkissjóði erfitt. Skatttekjur dragast saman að raunvirði á sama tíma og útgjöld eru að aukast.

Vinna við fjárlagafrumvarpið er nú á lokasprettinum en fjármálaráðherra mun leggja það fram á Alþingi 1. október næstkomandi. Fagráðuneytin hafa skilað sínum tillögum og sérfræðingar fjármálaráðuneytisins fara nú yfir útkomu ársins það sem af er, skiptingu útgjalda, tekjuáætlanir og horfur í þjóðarbúskapnum á næsta ári.

Aukin útgjöld

Fyrir liggur að skattar eins og t.d. af fjármagnstekjum verða mun minni á næsta ári en því síðasta. Hið sama má segja um tekjuskatt fyrirtækjanna, til þess þarf eingöngu að líta á afkomutölur fyrirtækja á hlutabréfamarkaði sem hafa skilað mun lakari niðurstöðu en á síðasta ári.

Í upphafi árs komu fram áhyggjur yfir minni tekjum af tekjuskatti fyrirtækja og fjármagnstekjuskatti. Voru áætlanir þá lækkaðar um þá skatta en á móti var talið að tekjuskattur einstaklinga, virðisaukaskattur og tryggingagjald gætu skilað meira en ætlað var.

Endurskoðuð áætlun síðan í vor gerði ráð fyrir tekjuafgangi upp á 28 milljarða króna en talið er að hann geti jafnvel farið yfir 30 milljarða. Það yrði engu að síður minni afgangur en upphafleg fjárlög ársins 2008 voru afgreidd með, sem gerðu ráð fyrir nærri 40 milljarða króna tekjuafgangi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka