Landsvirkjun vill Bjallavirkjun

Rafmagnsmöstur við Sigölduvirkjun.
Rafmagnsmöstur við Sigölduvirkjun. mbl.is/Brynjar Gauti

Landsvirkjun vill koma svokallaðri Bjallavirkjun inn í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Bjallavirkjun yrði í Tungnaá, ofar en Sigölduvirkjun og myndi auka afkastagetu þeirrar virkjunar. Einnig myndi virkjun á svæðinu hafa áhrif á aðrar virkjanir á vatnasvæði Tungnaár- og Þjórsár, þar með talið þrjár fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá.

Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að engar áætlanir séu komnar á borðið um virkjun á þessu svæði. „Við höfum einfaldlega bent á þennan virkjunarkost og viljað að hann yrði tekinn inn í vinnu við rammaáætlunina. Þessi virkjunarkostur er á vatnasvæði sem þegar hefur verið hreyft við og Landsvirkjun hefur lagt áherslu á að nýta slík svæði umfram það að virkja víðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka