Hinn 1. ágúst sl. var afhjúpaður minningarskjöldur við Svínafellsjökul um Þjóðverjana Mathias Hinz og Thomas Grundt en þeir hurfu í ágúst í fyrra og var leitin að þeim sú viðamesta í sögu björgunarsveitanna.
Minningarskjöldinn afhjúpuðu fjölskyldur þeirra og vinir, að viðstöddum eigendum Hótels Skaftafells, Önnu Maríu Ragnarsdóttur og Jóni Benediktssyni, Regínu Hreinsdóttur þjóðgarðsverði og félögum úr hjálparsveitinni Kára í Öræfum, sem tóku þátt í leitinni og voru fjölskyldunni til halds og trausts við uppsetningu minningarskjaldarins.