Þrjú börn fæddust í nótt

Mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Þrjú börn fæddust í nótt á fæðingardeild Landspítalans og þar af var ein kona flutt frá Keflavík. Gekk allt vel. Þrjár konur sem eiga eftir að fæða er nú inni á deildinni.

Að jafnaði fæðast um átta börn á dag á deildinni.

Rannveig Rúnarsdóttir, yfirljósmóðir, sagði að sængurkvennagangur spítalans væri fullur en þjónusta við konur á sængurlegu hefur verið skert.

„Hraustar konur sem ekkert amar að eru að fara heim núna frá svona sex tímum eftir fæðingu og að 24 tímum eftir fæðingu. Yfirleitt eru konur að fara heim svona 20-24 tímum eftir fæðingu ef ekkert er að þótt ein og ein kjósi að fara fyrr,” sagði Rannveig.

Hún sagði að venjulega væri svigrúm á sængurkvennagangi fyrir konur að vera þar í allt að 36 tíma og margar nýttu sér það. Það væri varla í boði í dag.

Yfirlit yfir stöðu mála á sjúkrahúsum landsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert