Lögreglan á Blönduósi framkvæmdi í dag húsleit að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Norðurlands vestra. Ástæða húsleitarinnar var grunur um vörslu, neyslu, sölu og dreifingu fíkniefna á svæðinu. Nokkur grömm af ætluðum kannabisefnum fundust við húsleitina og voru tveir menn handteknir.
Við húsleitina naut lögreglan á Blönduósi aðstoðar fíkniefnalögreglumanna frá lögreglunni á Akureyri , en nú nýverið skrifuðu lögreglustjórarnir á Norðurlandi undir samstarfssamning um fíkniefnarannsóknir. Samvinna þessara lögreglumanna í dag er afrakstur þess samnings.
Við leitina voru notaðir fíkniefnaleitarhundar lögreglunnar á Blönduósi sem og á Akureyri.
Við yfirheyrslur viðurkenndu mennirnir, sem eru á þrítugsaldri, eign sína á fíkniefnunum og neyslu þeirra.
Mönnum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.