Verjendadeilu vísað aftur heim í hérað

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.

Hæstiréttur hefur vísað heim í hérað kröfu Jóns Ólafssonar, athafnamanns um að Sigurður G. Guðjónsson og Ragnar Aðalsteinsson verði verjendur hans í á hendur Jóni vegna meintra skattalagabrota.

Misskilningur kom upp milli saksóknara og dómara og verjandans Ragnars Aðalsteinssonar en Ragnar taldi að hann ætti að fá að gera grein fyrir máli sínu áður en dómur yrði kveðin upp. Dómari las hins vegar upp úrskurðinn um leið og þinghald hófst. Ragnar taldi þetta réttarfarsleg mistök.

Úrskurður dómara var að Sigurður gæti ekki varið Jón þar sem hann kynni að verða kallaður fyrir sem vitni í málinu. Þessi úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem nú hefur ómerkt hann og vísað málinu aftur heim í hérað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert