Verktakar gætu tapað miklu á gjaldþroti Mest

Fyrrum höfuðstöðvar Mest.
Fyrrum höfuðstöðvar Mest. mbl.is/Frikki

Hópur verktaka gæti tapað tugum milljóna á viðskiptum við byggingarfyrirtækisins Mest, sem varð gjaldþrota í sumar. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins. Verktakarnir keyptu vinnuvélar af Mest en í raun voru vélarnar í eigu SP fjármögnunar.

Að sögn Sjónvarpsins fjármagnaði Mest innflutning tækjanna með samningi við SP fjármögnun, sem þannig er eigandi tækjanna en vissi ekki að Mest hefði selt þau áfram þar sem stjórnendur Mest virðast hafa haldið áfram að að borga af samningunum.

Haft var eftir lögmanni SP fjármögnunar, að um sé að ræða 11-12 mál þar sem samningar eru frá nokkrum milljónum til tuga milljóna, alls á annað hundrað milljónir. Fyrrum stjórnendur Mest vildu ekki tjá sig um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert