Vilja að fjármálaráðherra segi af sér

Árni Mathiesen
Árni Mathiesen mbl.is/Kristinn

Ung vinstri græn krefjast þess að Árni Mathiesen segi af sér sem
fjármálaráðherra  og mæla með því að manneskja með betri skilning á þörfum þjóðarinnar taki við. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Ungra vinstri grænna í gærkvöldi.

„Ung vinstri græn krefjast þess að Árni Mathiesen segi af sér sem
fjármálaráðherra  og mæla með því að manneskja með betri skilning á þörfum þjóðarinnar taki við. Fjármálaráðherra segist ekki hafa svigrúm til að hækka laun ljósmæðra þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta laun kvennastétta. Á sama tíma  er ver ríkisstjórnin 200 milljónum króna á ári í loftrýmiseftirlit. Ung vinstri græn benda einnig á að hér blasir við frábært tækifæri til að fjölga konum í ráðherraliðinu.

Ung vinstri græn skora ennfremur á ríkisstjórnina að efna gefin loforð um
að leiðrétt kjör umönnunarstétta og byrja á ljósmæðrum. Bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar hafa síðustu daga viðurkennt í pontu á Alþingi að laun ljósmæðra séu óásættanleg miðað við ábyrgð og menntun. Þjóðin stendur með ljósmæðrum og vill að ríkisstjórnin standi við orð sín.

Allt hefur komið fyrir ekki og nú bitna verkföll ljósmæðra á barnshafandi konum, nýbökuðum mæðrum og börnum þeirra á mikilvægustu augnablikum lífs þeirra.

Slíkt ástand er ólíðandi í þjóðfélagi sem stærir sig af einu besta
heilbrigðiskerfi heims og það er aum ríkisstjórn sem ekki getur staðið í
lappirnar, staðið við eigin loforð og tryggt öryggi mæðra og barna."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert