Bjargað á land eftir að plastbát hvolfdi

Stykkishólmur.
Stykkishólmur. mbl.is

Björgunarsveitin Berserkir á Stykkishólmi var kölluð út klukkan 18:16 í dag þegar plastbát með tveimur mönnum innanborðs hvolfdi í höfninni í Stykkishólmi, um 150 metra frá landi.

Björgunarsveitin fór á staðinn og náði mönnunum upp úr sjónum og var komin með þá í land um 20 mínútum síðar.

Mennina tvo sakaði ekki enda voru þeir vel búnir, í göllum og með björgunarvesti en þeir voru nokkuð kaldir eftir volkið, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert