Hátíðin Ljósanótt stendur nú sem hæst í Reykjanesbæ og er mikið fjölmenni í bænum að sögn Ásmundar Friðrikssonar, verkefnisstjóra hátíðarinnar. Hann segir að hátíðin hafi farið vel fram. „Það er svakaleg stemning hérna, mikið af börnum og fjölskyldum,“ sagði hann í samtali við mbl.is.
Ýmislegt er um að vera í tengslum við hátíðina, en í dag hefur verið margt í boði fyrir barnafjölskyldur og fólk á öllum aldri, s.s. hálandaleikar, myndlistasýningar og tívolí.
Kl. 15:30 var svo formleg opnun Skessuhellis í Gróf.
Meðal þeirra hljómsveita sem munu taka lagið eru Buff og Egó. Kl. 22:15 verður síðan flugeldasýning.
Lokadagur hátíðarhaldanna verður svo á morgun sunnudag.