Flugumferðarstjórar styðja ljósmæður

Margir sýndu ljósmæðrum stuðning á Austurvelli í gær.
Margir sýndu ljósmæðrum stuðning á Austurvelli í gær. mbl.is/G. Rúnar

Félag íslenskra flugumferðarstjóra lýsir yfir eindregnum stuðningi við ljósmæður í kjarabaráttu þeirra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér.

Þar segir að ríkisvaldið beri fulla og óskoraða ábyrgð á stöðu mála í þessari kjaradeilu. Félagið skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn að ganga til samninga við ljósmæður og tryggja þeim kaup og kjör í samræmi við eðli og ábyrgð starfs þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert