Hafa aldrei skilað iðgjöldum til lífeyrissjóðs

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.

Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur hafið rannsókn á starfsemi veitingahússins Café Margrét á Breiðdalsvík. Sýslumannsembættinu á Seyðisfirði hefur jafnframt borist kæra á hendur Horst Müller þar sem farið er fram á að rannsakað verði húsbrot á skrifstofu AFLs starfsgreinafélags á Egilsstöðum og líkamsárás á framkvæmdastjóra félagsins.

Enginn skráður starfsmaður

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, segir að verkalýðsfélagið hafi gert athugasemdir við starfsemi veitingahússins síðustu fjögur eða fimm sumur.

„Ég hef haft samband við skattayfirvöld og sýslumann oftar en einu sinni og vakið athygli á að starfsemin á Café Margréti sé með óeðlilegum hætti. Ég hef nú eftir síðustu atburði sent inn formlegt erindi til sýslumannsins á Eskifirði þar sem ég fer fram á að rannsakað verði hvort farið sé að lögum sem almennt gilda um starfsemi sem þessa. Ég vænti þess að eitthvað verði gert. Ég hef fengið staðfest hjá lífeyrissjóðnum Stapa að þetta fyrirtæki hefur aldrei skilað iðgjöldum þangað inn. Ég hef sömuleiðis fengið staðfestingu frá Vinnumálastofnun á að enginn starfsmaður hefur verið skráður hjá fyrirtækinu í sumar þrátt fyrir að við vitum mætavel að þar hafa verið starfandi þýskar stúlkur. Mér finnst það segja allt sem segja þarf um þessa starfsemi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert