Hlaut alvarlegan mænuskaða

Maðurinn sem slasaðist þegar hann féll af reiðhjóli ofan Akureyrar á þriðjudagskvöldið hlaut alvarlegan mænuskaða. Hann heitir Gísli Sverrisson, er 47 ára, kvæntur og fjögurra barna faðir.

Gísli liggur á Landspítalanum þar sem hann fór í aðgerð og er enn á gjörgæsludeild.

Vinir Gísla hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til styrktar honum og fjölskyldunni.

Mikill útivistarmaður

Gísli er mikill útivistarmaður, gengur gjarnan á fjöll og er í hópi fólks sem hjólar vítt og breitt um Eyjafjörð tvisvar í viku. Það er sá hópur sem hrindir af stað söfnuninni. Gísli hefur mátt í höndum en ekki fyrir neðan brjóst, enn sem komið er.

Reikningur vegna söfnunarinnar hefur verið stofnaður hjá Glitni. Númerið er 0565-14-400216. Reikningurinn er skráður á nafn og kennitölu Gísla, 180561-7069. skapti@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert