Skildir eftir í Málaga vegna dólgsláta

Farþegarnir tveir fóru heldur geyst í gleðskapinn á leið til …
Farþegarnir tveir fóru heldur geyst í gleðskapinn á leið til Spánar. mbl.is/GSH

Tveir íslenskir karlmenn sem voru á leið í frí til Albufeira í Portúgal voru á fimmtudag skildir eftir í Málaga á Spáni vegna drykkjuláta sem þeir voru með um borð í flugvél á leið út. Flugferðin var farin með flugfélaginu Futura en um var að ræða leiguflug fyrir ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn.

Að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur, markaðsstjóra Úrvals Útsýnar, taka flugfélög með ströngum hætti á drykkjulátum í flugvélum. Ekki sé algengt að bregðast þurfi við með því að skilja farþega eftir þar sem millilent er áður en komið er á leiðarenda.

„Það voru tveir farþegar sem reyktu um borð og voru með drykkjulæti í flugvélinni. Við því brást áhöfn vélarinnar og mennirnir voru skildir eftir í Málaga á Spáni,“ segir Guðrún.

Áhöfn flugvélarinnar vann að því ásamt lögreglu að koma mönnunum frá borði og gekk það greiðlega, samkvæmt heimildum 24 stunda. Mennirnir voru því næst handteknir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert