Bændur sem eiga fé sitt á Auðkúluheiði í A-Húnavatnssýslu réttuðu í Auðkúlurétt í dag. Menn eru á því að aðeins færra fé hafi komið til réttar í ár en í fyrra en eru sammála um það að dilkar séu vænni.
Gangnamenn voru gæfunar menn þetta árið því veður til smalamennsku var upp á það allra besta. Glöggir menn segja að um 15.000 kindur hafi komið til réttar og mannsöfnuðirinn, sem til félagslegrar og samfélagslegrar hjálpar mætti, hefur sjaldan eða aldrei verið meiri.