Vestfirðir sameinist í eitt sveitarfélag

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.

„Stefna sambandsins hefur í fjölda ára verið sú að styrkja sveitarfélög með frjálsri sameiningu og ég vildi bara benda á að Vestfirðir geta þetta alveg,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Í ávarpi sínu á ársþingi Fjórðungssambands Vestfjarða á Reykhólum í gær opnaði Halldór fyrir þá umræðu að Vestfirðir allir myndu sameinast í eitt sveitarfélag. Tillagan fékk litla umræðu. Kristján Möller samgönguráðherra hefur viðrað þá hugmynd að lögbundinn lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum verði 1000 en Ísafjörður er hið eina á Vestfjörðum sem nær því lágmarki. Halldór vill að Vestfirðingar taki frumkvæði um frjálsa sameiningu áður en til þvingunar kæmi.

„Við eigum ekki að festast í þeim gamla hugsunarhætti að allir þurfi að komast á bæjarskrifstofuna á hálftíma, heldur sjá sveitarfélög sem stjórnsýslueiningu sem gæti tekið við stórum verkefnum frá ríkinu. En í einingu sem er jafn landfræðilega stór og Vestfirðir þyrftu að sjálfsögðu að vera margir þjónustukjarnar.“ Ótvíræður hagur yrði að sameiningunni að mati Halldórs.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert