„Ytri-Rangá stöppuð af laxi“

Veiðimenn bíða þess að vigta aflann við Ytri-Rangá.
Veiðimenn bíða þess að vigta aflann við Ytri-Rangá. mbl.is/Einar Falur

Áin er bók­staf­lega stöppuð af laxi,“ sögðu fjór­ir lukku­leg­ir veiðifé­lag­ar sem voru að taka sam­an við Ytri-Rangá. Þeir voru í fyrsta maðkaholl­inu, þar sem veiðin var með ólík­ind­um góð. Þeir fengu 112 laxa á tvær stang­ir á þrem­ur dög­um.

„Á bestu vakt­inni feng­um við 25 á tveim­ur tím­um,“ sögðu þeir.

Í fyrsta maðkaholl­inu veidd­ust 1.119 lax­ar á 18 stang­ir, eða 62 að meðaltali á stöng! Jafn­ast það á við meðal-sum­ar­veiði í ám eins og Miðfjarðará og Laxá í Döl­um. Svona töl­ur hafa ekki sést í stang­veiði hér. Þegar er met­veiði í ánni, 9.154 lax­ar, en 7.497 veidd­ust í Eystri-Rangá í fyrra. „Ætli þetta sé ekki heims­met,“ sagði einn veiðimann­anna.

Þegar morg­un­vakt­inni lauk renndi hver bíll­inn af öðrum að skrán­ing­ar­hús­inu, þar sem Matth­ías Þor­steins­son veiðivörður tók á móti veiðimönn­um, vó og mældi hvern fisk og skráði í veiðibók­ina. Veiðimenn tíndu laxa úr bíl­un­um og þegar myndaðist röð þar sem beðið var skrán­ing­ar. Það var hálf­tíma ferli. Fólk skipt­ist á sög­um af vakt­inni. Einn fékk þrjá neðan við Ægissíðufoss og missti tvo, ann­ar landaði tveim­ur á Rangár­flúðum en setti í sjö sem láku af. Veiðin fékkst ým­ist á flugu, maðk og spún.

„Það er ofboðslega mikið af fiski hér,“ sagði einn. „Hann stekk­ur um allt en er ekki eins vilj­ug­ur að taka maðkinn og hjá fyrsta maðkaholl­inu. Ég heyrði af einni stöng sem fékk 300 þá. Nú virk­ar allt agn vel.“ Svo lækkaði hann rödd­ina: „Kannski er bara allt of mikið af fiski í ánni.“

Þegar skrán­ingu lauk og veiðimenn voru farn­ir í mat taldi Matth­ías laxa morg­uns­ins. Þeir voru 78. „Það var meira síðustu dag­ana.“ Svo brosti hann og sagði: „En þetta er frá­bær veiði og mikið gam­an.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert