Fornbílarall að hefjast

Einn fornbílanna, sem tekur þátt í rallinu.
Einn fornbílanna, sem tekur þátt í rallinu. mbl.is/Valdís

Um 65 forn­bíl­ar, marg­ir afar verðmæt­ir, taka þátt í rall­keppni hér á landi á veg­um breska HERO forn­bíla­klúbbs­ins og hefst keppn­in nú á ní­unda tím­an­um í Reykja­vík. Ekið verður í kring­um landið en rall­inu lýk­ur í Reykja­vík á föstu­dag.

Elsti bíll­inn í hópn­um er 1922 Bentley Tourer og sá yngsti er 1981 Lot­us Sun­beam.

Bíl­arn­ir verða ræst­ir við Ráðhús Reykja­vík­ur klukk­an 8:30 og fyrsta tímaþraut­in verður klukk­an 8:35 við Kringl­una. Klukk­an 9:32 verða bíl­arn­ir við Ljósa­foss, klukk­an 14:18 í Hvera­gerði og á Ljós­anótt í Kefla­vík klukk­an 16:03.

Dag­skrá ralls­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert