Réðust á lögreglu - fimm handteknir

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm karlmenn í Kópavogi í nótt í kjölfar hávaðaútkalls. Að sögn lögreglu réðust mennirnir á lögregluna þegar hún var að handtaka einn úr þeirra röðum og var lögreglumaður skallaður. Kalla varð eftir aðstoð og var varnarúða og lögreglukylfum beitt.

Lögregla segir að mennirnir hafi brugðist ókvæða við þegar lögreglan kom á staðinn og kjölfarið var einn maður handtekinn. Félagar mannsins reyndu síðan að koma honum til aðstoðar. Lögreglumaðurinn sem var skallaður var einnig tekinn hálstaki og snúinn niður. Hann slapp hins vegar með minniháttar áverka. 

Að sögn lögreglu eru fjórir menn enn í haldi, en einum hefur verið sleppt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka