Bifröst opnar útibú í Reykjavík

Viðskiptaháskólinn á Bifröst.
Viðskiptaháskólinn á Bifröst. mbl.is/Þorkell

„VIÐ á Bifröst erum þó einnig þéttbýlisskóli og það er mér ánægja að tilkynna að við stefnum að því að opna útibú á Reykjavíkursvæðinu á næstu mánuðum. Meira en helmingur af nemendum skólans, margir á höfuðborgarsvæðinu, stunda nám í blöndu af fjarnámi og staðnámi og þann þátt skólastarfsins viljum við efla með enn betri þjónustu.“

Þetta sagði dr. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, þegar hann útskrifaði hátt í 100 nemendur sl. laugardag.

Fram kom í ræðu Ágústs að umsóknir um skólavist séu miklu fleiri en unnt sé að verða við. Núna séu 1.300 nemendur á Bifröst og hafi aldrei verið fleiri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka