Bílvelta við Hvalfjarðarveg

Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Hvalfjarðarveg rétt fyrir hádegið í dag. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi slapp ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, án teljandi meiðsla.

Að sögn lögreglu skemmdist bifreiðin, sem er jepplingur, mikið, og kalla varð eftir kranabíl sem dró bifreiðina á brott.

Tildrög slyssins eru þau að ökumaðurinn, sem ók í suðurátt, misreiknaði sig þegar hann ætlaði að taka vinstri beygju inn Hvalfjarðarveg. Bifreiðin fór yfir upphækkaða umferðareyju, lenti á akstursstefnumerki og valt á veginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert