Dregin upp úr sjónum

Hafnarfjarðarhöfn.
Hafnarfjarðarhöfn.

Búið er að koma fólki til bjargar sem fór í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn þegar lítilli skútu hvolfdi nú á sjötta tímanum. Skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var fólkinu komið til aðstoðar, en þeim var hjálpað upp í annan bát sem var á svæðinu.

Þegar sjúkralið kom á staðinn var búið að koma fólkinu til aðstoðar, og var frekari hjálp því afturkölluð. 

Tilkynning barst um að tveir hafi farið í sjóinn, en að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er talið að fólkið sem fór í sjóinn hafi verið á siglinganámskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert