Félagsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti ríkisssáttasemjara laust til umsóknar en Ásmundur Stefánsson lætur af störfum að eigin ósk 1. nóvember. Félagsmálaráðherra skipar í embættið til fimm ára.
Fram kemur í auglýsingunni, að ríkissáttasemjari annist sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Skuli þess því gætt að afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda. Enn fremur er lögð áhersla á forystuhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna.