Pappír og plast í ofn

„[Sements­verk­smiðjan] vill fá að brenna eldsneyti sem er unnið úr sorpi,“ seg­ir Gísli S. Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Akra­ness, spurður um drög að starfs­leyfi fyr­ir sements­verk­smiðjuna þar í bæ. Verða drög­in kynnt á borg­ar­a­fundi í bæj­arþingsaln­um á Akra­nesi í kvöld.

Bæj­ar­stjór­inn seg­ir að sements­verk­smiðjan hygg­ist taka við hreinsuðum og þjöppuðum papp­ír, dag­blaðapapp­ír sem skrif­stofupapp­ír, sem og plasti . Vissu­lega hafi þetta verið flokkað sem úr­gang­ur og flutt í mikl­um mæli í brennslu er­lend­is, en verk­smiðjan sjái sér nú hag í því að vinna eldsneyti úr þessu og nýta það í gjallofn­inn.

„Það er óheppi­lega orðað í þess­um drög­um að starfs­leyfi að tala um úr­gang og sorp. Í raun­inni er um að ræða unnið eldsneyti, aðallega úr papp­ír og plasti,“ seg­ir Gísli.

„Þetta er eldsneyti í al­gjör­lega lokuðu kerfi,“ held­ur bæj­ar­stjór­inn áfram, og bend­ir á að hingað til hafi verið tekið við alls kon­ar úr­gang­sol­íu, sem og kol­um, og veitt inn á ofn­inn. „Það sem að spar­ast í þessu fyr­ir Sements­verk­smiðjuna er að það kem­ur inn eldsneyti í þessu formi og það spar­ar þá eldsneyti í formi kola eða olíu,“ bæt­ir Gísli við, og tek­ur fram að bú­ast megi við að meng­un minnki. Loks tel­ur bæj­ar­stjór­inn lík­legt að þessi lausn sé ódýr­ari fyr­ir sam­fé­lagið held­ur en að senda papp­ír­inn úr landi til brennslu.

Ljóst er að skipt­ar skoðanir eru meðal íbúa um ágæti þessa nýja fyr­ir­komu­lags. „Hinn hái stromp­ur sér um að úða úr­gangi í tuga metra radíus svo megnið af íbú­un­um kem­ur til með að fá rykagn­irn­ar beint í nös,“ skrif­ar til að mynda Mar­grét Jóns­dótt­ir, íbúi á Akra­nesi, á vefsvæðinu Skessu­horn.is. Bæj­ar­stjór­inn seg­ir að slík­ar skoðanir séu skilj­an­leg­ar.

„Fólk er alltaf hrætt við það sem er nýtt. Það er al­veg eðli­legt,“ seg­ir hann, og tek­ur sem dæmi and­stöðu íbúa við kola­brennslu verk­smiðjunn­ar sem síðan hafi gef­ist afar vel.

Í hnot­skurn


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert