Sektuð fyrir að hlýða ekki lögreglu

Frá aðgerðum Saving Iceland á Hellisheiði í júlí.
Frá aðgerðum Saving Iceland á Hellisheiði í júlí. mbl.is/Daníel

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað sjö einstaklinga, sem tóku þátt  í mótmælaaðgerðum Saving Iceland á Hellisheiði í sumar, fyrir að hlýða ekki fyrirskipunum lögreglu.

Fjórir úr hópnum voru einnig fundin sek um húsbrot fyrir að fara inn á lokuð vinnusvæði þar sem unnið er að virkjanaframkvæmdum á Hellisheiði og voru þau dæmd í 100 þúsund króna sekt en hin þrjú í 50 þúsund króna sekt.

Einn hinna dæmdu er Íslendingur en hin eru frá Bretlandi, Hollandi, Danmörku, Bandaríkjunum og Belgíu. Fólkið fór inn á vinnusvæði við Hellisheiðarvirkjun, klifraði upp í stjórnhús jarðborsins Týs, upp á vörubílspall og inn í stýrishús skurðgröfu, þannig að stöðva þurfti vinnu á svæðin.

Orkuveita Reykjavíkur og Klæðning lögðu fram skaðabótakröfu í málinu en henni var vísað frá dómi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert