Skotarnir komnir

Nú þegar er köflóttum pilsum farið að fjölga í Reykjavík, enda áhangendur skoska landsliðsins í knattspyrnu farnir að streyma til landsins vegna leiks við Íslendinga á miðvikudag. Skemmst er að minnast leiks Skota og Íslendinga árið 2002 þegar krökkt var af skrautlegum hálendingum í borginni.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir um 1.100 miða frátekna í miðasölu fyrir þessa skemmtilegu gesti. Þórir býst þó við því að fleiri Skotar mæti á svæðið enda kaupi einhverjir sig inn á staðnum. Hann segir miðasöluna á leikinn ganga vel og býst jafnvel við því að Laugardalsvöllurinn verði fylltur. Ekki er heldur vanþörf á enda Skotarnir, eða Köflótti herinn (e. Tartan army) eins og þeir kalla sig sjálfir, gríðarlega öflugur stuðningshópur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert