Þyrlan leitaði í nótt

mbl.is/HAG

Landhelgisgæslunni barst í nótt neyðarskeyti frá Cospas Sarsat gervihnattakerfinu og var skeytið á flugvélatíðni en sendar í kerfinu eru bæði í bátum og flugvélum. Flugvél heyrði merkið um tíma.

Landhelgisgæslan ákvað að senda þyrlu til að leita á svæðinu en varð hún einskis vör þrátt fyrir leit í einn og hálfan tíma.

Skeytið er því óútskýrt en það getur farið af stað í skipum og flugvélum við hnjask eða ef búnaðurinn er ekki rétt meðhöndlaður. Bendir því flest til þess að um neyð hafi ekki verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert