Vilja nýta orkuauðlindirnar

Áhugamenn um nýtingu orkuauðlinda hafa sett upp heimasíðu á slóðinni www.undirskrift.is í þeim tilgangi að skora á pólitískt kjörna fulltrúa að nýta orkuauðlindir þjóðarinnar.

Á heimasíðunni www.undirskrift.is má finna eftirfarandi texta:

Áskorun um nýtingu orkuauðlinda Íslands

„Við undirrituð skorum á kjörna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi og í sveitarfélögum að standa vörð um lífskjör landsmanna og skynsamlega nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar. Nýting auðlindanna er lykillinn að áframhaldandi velsæld, leiðin að fjölbreyttara atvinnulífi og framtíðarstoð öflugs efnahags.

Heimasíða átaksins verður til staðar næstu 2-3 vikurnar og að því loknu verður forsætisráðherra og formanni sambands íslenskra sveitafélaga afhent áskorunin. Það er okkar von að þetta átak verði til þess að auka heilbrigða umræðu um nýtingu orkulinda og mikilvægi orkunnar fyrir Ísland á innlendri og erlendri grundu.

Við hvetjum alla landsmenn til að fara inn á síðuna www.undirskrift.is, og hvetja pólitískt kjörna fulltrúa til að nýta orkuauðlindir þjóðarinnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert