Sjúkratryggingafrumvarp heilbrigðisráðherra er nú til umræðu á Alþingi en um þriðju og síðustu umræðu er að ræða. Frumvarpið verður því brátt að lögum.
Vinstri græn standa harðlega gegn frumvarpinu og telja það leiða til aukinnar markaðs- og einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu.
Framsóknarflokkurinn ætlar einnig að sitja hjá og vill ekki bera ábyrgð á þessum grundvallarbreytingum á heilbrigðisþjónustu. Í nefndaráliti, sem Valgerður Sverrisdóttir, skrifar undir, segir hins vegar að það fyrirkomulag, sem tekið sé upp, geti verið vel nothæft við ákveðnar aðstæður og ekki ólíkt þeim hugmyndum sem voru komnar fram í stjórnartíð fyrrverandi ríkisstjórnar.