Þarf ekki að fara úr landi

Mark Cumara með foreldrum sínum og systursyni í Þorlákshöfn.
Mark Cumara með foreldrum sínum og systursyni í Þorlákshöfn.

Filippseyingurinn Mark Cumara þarf ekki að fara úr landi um miðjan mánuðinn, eins og útlit var fyrir í síðustu viku. Bjarni Harðarson, alþingismaður, segir á bloggvef sínum að hann hafi fengið staðfest hjá Útlendingastofnun í morgun að Mark fái að vera í landinu þar til umsókn hans um dvalarleyfi hefur verið afgreidd hjá stofnuninni.

Móðir Marks og uppeldisfaðir eru bæði íslenskir ríkisborgarar og hafa búið á Íslandi síðasta áratug. Systir hans, amma hans og afi á Íslandi eru líka íslenskir ríkisborgarar.  Sjálfur hefur hann búið í Þorlákshöfn hjá foreldrum sínum í fimm ár og starfað sem flakari hjá Frostfiski, og þar vinnur öll fjölskyldan.

Í ársbyrjun 2008 fór fjölskyldan að kanna hagi Marks þar sem til stóð að öll fjölskyldan færi í heimsókn til Filippseyja þar sem móðuramma Marks býr enn, áttræð að aldri. Þá rak fjölskyldan sig á að ekki var allt með felldu og fékk þau svör hjá Útlendingastofnun að Mark gæti ekki verið lengur í landinu og yrði að fara. Hann fékk frest til 16. september og stofnunin gerði á þeim tíma skilyrði að ströngustu lagaskilyrðum yrði fylgt um að Mark færi út áður en nýtt erindi hans um dvalarleyfi yrði afgreitt.

Bjarni Harðarson segir, að enn sé engin trygging fyrir að Mark Cumara fái dvalarleyfi  eða ríkisborgararétt en það verður að teljast vel mögulegt og jafnvel sennilegt. „Marks vegna og íbúa í Þorlákshöfn þar sem lítið samfélag Filippseyinga hefur auðgað mannlífið og stutt dyggilega verðmætasköpun í hinni fornu verstöð," segir Bjarni.

Bloggvefur Bjarna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka