Val um verðtryggingu

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/G. Rúnar

Það skiptir máli að neytendur hafi val um hvort þeir taka verðtryggt eða óverðtryggt lán. Það myndi gagnast skuldurum, þeim sem eiga sparieign og öllum sem eiga í lífeyrissjóðum.

Þetta kom fram í svari Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi í dag, sem vildi vita hvort til greina kæmi, að bankarnir taki á sig hluta af kostnaði vegna verðtryggingar vegna þess að það séu hagsmunir þeirra, ekki síður en almennings, að verðlag hér á landi sé stöðugt.

Björgvin sagði ekki rétt að banna verðtryggð lán enda gæt það þurrkað upp lánsfjármagn. Verðtryggingin muni alltaf fylgja krónunni. Það mætti vel vera að endurskoða megi  fyrirkomulag og samsetningu verðtryggingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert