Útflutningstekjur vegna áls yfir 30%

Úr álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.
Úr álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. mbl.is/ÞÖK

Árið 2007 námu útflutningstekjur vegna álframleiðslu 17,8% af heildarútflutningstekjum fyrir vörur og þjónustu. Árið 2008 er áætlað að útflutningur áls aukist um 70% að magni til og að hlutfall útflutningstekna af álframleiðslu nemi rúmlega 30% af heildarútflutningstekjum.

Árið 2009, þegar heilsársframleiðslugeta Fjarðaáls verður fullnýtt, er spáð að hlutfallið verði komið yfir 30%.

Þetta kemur m.a. fram í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi. 

Þar kemur einnig fram, að störf í álverunum þremur í Straumsvík, Reyðarfirði og á Grundartanga, voru samtals 1467 í maí sl., sumarstörf voru 400 og áætluð afleidd störf 3100. 

Svar iðnaðarráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert