Dekrað við Laugardalsvöllinn

Vallarstarfsmenn undirbúa Laugardalsvöllinn fyrir leikinn í kvöld.
Vallarstarfsmenn undirbúa Laugardalsvöllinn fyrir leikinn í kvöld. mbl.is/Frikki


Ástand Laugardalsvallarins er gott miðað við árstíma, þó hann hafi aðeins látið á sjá í vætunni síðustu daga,. Leikmenn Íslands og Skotlands hefja leik í Laugardalnum klukkan 18.30 í kvöld og er er nánast uppselt á leikinn.

„Völlurinn verður í toppstandi enda er endalaust dekrað við grasið og þannig á það líka að vera,“ segir Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri í Laugardal. Á myndinni má sjá þá Kristinn Jóhannsson og Sigurð Þórðarson við slátt á vellinum í gærmorgun.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka